Súperbækur Súper Vitrænn
Tristan er tilfinningaríkur drengur sem fær stundum óþægilegar hugsanir og verður þá dapur. Með aðstoð frá Súper Vitrænum lærir hann hvernig hugsanir, tilfinningar og hegðun hafa áhrif á hvort annað.
Súperbækurnar miðla sálfræðiþekkingu til barna á uppbyggilegan og skemmtilegan hátt. Bækurnar innihalda félagsfærnisögu með vandkvæðum sem eru algeng meðal barna. Söguhetjurnar njóta aðstoðar frá Súperstyrkjum sem eru ofurhetjur og miðla hagnýtum ráðum og aðferðum byggðum á gagnreyndum sálfræðimeðferðum til lesenda.
Paola Cardenas Phd og Soffía Elín Sigurðardóttir eru klínískir barnasálfræðingar á Íslandi og jafnframt höfundar Súperbókanna. Soffía og Paola vita hversu mikilvægt er að börn tileinki sér viðfangsefnin, sem tekin eru fyrir í bókunum, snemma á lífsleiðinni, því forvarnir og snemmtæk íhlutun bæta lífsgæði, velferð og framtíðarhorfur barna.
Bækurnar eru listilega skreyttar af Viktoríu Buzukina, grafískum hönnuði, sem einnig sér um umbrot. Hægt er að nálgast bækurnar í flestum bókabúðum og sérvöruverslunum. Frekari upplýsingar um bækurnar, höfunda og ítarefni sem fylgir bókunum er að finna á www.sjalfstyrkur.is