Það er heimsendir á bak við Steinhólinn

Frásagnir af mér og öðru fólki

Forsíða bókarinnar

Kaflarnir eru tíu, þar segir frá uppvexti í Svarfaðardal, bændum í þeirri sveit, mannakynnum, meðal annars af Gísla á Hofi í Vatnsdal, og minnisstæðum atburðum á langri ævi.

Í ítarlegu máli fer höfundur á milli bæja í Svarfaðardal og segir frá bændum og búaliði. Gangan hefst að austanverðu á Skáldalæk, þaðan liggur leið um austurkjálka inn 
í Skíðadal að Dæli. Þá um Fram-Svarfaðardal, frá Tungufelli að Hreiðarsstöðum. Síðan er farið niður að vestan, frá Þverá að Syðra- Holti og loks um Dalvíkurhrepp.

Skemmtilegir eru Svarfdælingar og ekki lausir við sérkennilegheit.


Hér er einnig saga af sérstökum manni. Örlög hans voru að koma í dalinn fyrir norðan óvænt og án skýringa, að hverfa snögglega einnig án skýringa - endurtekið aftur og aftur eins og stef í tónlist eftir Bach.

Frásagnir af mér og öðru fólki er hreinskilinn og einlægur vitnisburður manns sem lifað hefur langa ævi og margt reynt og séð.