Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Það er heimsendir á bak við Steinhólinn

Frásagnir af mér og öðru fólki

  • Höfundur Jóhannes Sigvaldason
Forsíða kápu bókarinnar

Kaflarnir eru tíu, þar segir frá uppvexti í Svarfaðardal, bændum í þeirri sveit, mannakynnum, meðal annars af Gísla á Hofi í Vatnsdal, og minnisstæðum atburðum á langri ævi.

Í ítarlegu máli fer höfundur á milli bæja í Svarfaðardal og segir frá bændum og búaliði. Gangan hefst að austanverðu á Skáldalæk, þaðan liggur leið um austurkjálka inn 
í Skíðadal að Dæli. Þá um Fram-Svarfaðardal, frá Tungufelli að Hreiðarsstöðum. Síðan er farið niður að vestan, frá Þverá að Syðra- Holti og loks um Dalvíkurhrepp.

Skemmtilegir eru Svarfdælingar og ekki lausir við sérkennilegheit.


Hér er einnig saga af sérstökum manni. Örlög hans voru að koma í dalinn fyrir norðan óvænt og án skýringa, að hverfa snögglega einnig án skýringa - endurtekið aftur og aftur eins og stef í tónlist eftir Bach.

Frásagnir af mér og öðru fólki er hreinskilinn og einlægur vitnisburður manns sem lifað hefur langa ævi og margt reynt og séð.