Þegar Kjósin ómaði af söng

Fjallað er um mannlíf í Kjósarhreppi á liðinni öld og öflugt söngstarf sem teygði sig út á Kjalarnes og suður í Mosfellssveit undir stjórn Odds Andréssonar á Neðra-Hálsi. Brugðið er ljósi á samfélagið sem sú söngmenning óx upp úr. Fjöldi frásagna og mynda eru í bókinni og geisladiskur með upptökum RÚV af söng Karlakórs Kjósverja og Karlakórs Kjósarsýslu.