Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þræðir í lífi Bertu

  • Höfundur Elínborg Angantýsdóttir
Forsíða bókarinnar

Kona freistar þess að vinna sig út úr sálarháska með því að skrásetja lífssögu sína í samhengi við sögu stórfjölskyldu sinnar og sveitunga. Áratugirnir sem þessi látlausa og fagra frásögn spannar gefa lesendum tilfinningu fyrir óstöðvandi framgangi tímans og þeirri fléttu sársauka og gleði, ógna og sigra sem hverfult mannslíf er.

"Í sagnaheimi Elínborgar Angantýsdóttur eiga sér stað atburðir sem fanga hug lesandans og persónurnar sem lifna við á blaðsíðunum lifa áfram að að lestri loknum. Þessi lesandi hér felldi þó nokkur tár og átti erfitt með að leggja söguna frá sér, þó svo að uppbyggingin miði ekki að því að skapa spennu með hefðbundnum hætti heldur minna okkur á verðmætin sem fólgin eru í hverju lifuðu andartaki."

Guðrún Eva Mínervudóttir.