Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þræðir sem fléttast

  • Höfundur Elínborg Angantýsdóttir
Forsíða kápu bókarinnar

Hlý frásögn, vafin í umgjörð íslensks mannlífs á 20 öldinni. Söguþráðurinn fléttar saman líf ólíks samferðafólks og fangar hugann.

Þessi fallega saga sem er erfitt að leggja frá sér er sjálfstætt framhald skáldsögunnar - Þræðir í lífi Bertu.

Berta er einstæð móðir sem horfir vongóð til framtíðar eftir erfiðan skilnað. Hún leitar tilgangs í lífinu, mætir hindrunum og þráir ást sem hún á ekki tilkall til.

Halla Sól systir hennar leitar uppruna föður þeirra systranna, án þess að hann sé því fylgjandi.

Umkomulaus lítil stúlka kemur fram á sjónarsviðið og á eftir að snerta strengi hjá stórfjölskyldunni.

Heitar tilfinningar bærast hjá eldri sögupersónum og þræðirnir fléttast á meðan Elsa á Bakka stendur með sjónaukann sinn við stofugluggann og fylgist með.