Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þú ringlaði karlmaður

Tilraun til kerfisuppfærslu

  • Höfundur Rúnar Helgi Vignisson
Forsíða kápu bókarinnar

Aðalpersóna bókarinnar er höfundurinn sjálfur á ýmsum þroskastigum. Í kjölfar #metoo og eigin tilvistarglímu tekst hann á við kynjaumræðu samtímans. Nýjustu rannsóknum er teflt gegn aldagömlu tregðulögmáli. Höfundurinn mátar sjálfsmynd sína við þær áherslur sem nú eru efstar á baugi þegar kemur að karlmönnum, karlmennsku og samskiptum kynjanna.

„Slagkrafturinn leynir sér ekki í einstöku bókmenntaverki sem markar einnig tímamót á sviði samfélagsumræðu!“ – Birna Bjarnadóttir bókmenntafræðingur