Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Tilgangurinn

Tilfinningalegt ferðalag sálarinnar. Að læra að sjá lífið með öðrum augum.

  • Höfundur Ríkarður E. Líndal
Forsíða bókarinnar

Hér er fjallað um tilfinningalegt ferðalag okkar gegnum lífið frá sjónarhorni sálarinnar og leitast við að svara spurningunni: Af hverju er ég hér? Bókin er að nokkru leyti skáldskapur en heilræði hennar um sjálfsskoðun og skilning ættu að auðvelda mörgum að skilja tilgang sinnar eigin tilveru.

Finnst þér þú hafa tapað áttum í lífinu? Bera tilfinningarnar þig stundum ofurliði? Á erfið reynsla það til að vaxa þér í augum?

Þessi bók er rituð fyrir lesendur úr ólíkum áttum, lesendur sem nálgast hana á ólíkum forsendum. Hún fjallar um tilgang okkar tilfinningalega ferðalags gegnum lífið frá sjónarhorni sálarinnar og leitast við að svara spurningunni: „Af hverju er ég hér?“ Líf okkar manna er óhjákvæmileg þeysireið því að allar manneskjur takast á við sterkar tilfinningar. Í bókinni er lýst meðferðarleiðum, sem byggðar eru á 30 ára reynslu dr. Ríkarðs Líndal sem klínísks sálfræðings, og styðst jafnframt við hans eigin ævi og sögu. Höfundurinn býður lesendum sínum að líta á lífið gegnum nýstárlegan sjónauka og þó að bókin sé að nokkru leyti skáldskapur ættu heilræði hennar um sjálfsskoðun og skilning líka að auðvelda lesandanum að skilja tilgang sinnar eigin tilveru.

Bók þessi kom fyrst út á ensku árið 2014. Þær hugmyndir og þau hugtök sem þar er lýst hafa orðið til þess að þróa merkingarmiðaða nálgun í sálfræðimeðferð sem kallast Soul Anchored Therapy (www.soulanchoredtherapy.com).

Komdu nú og kannaðu tilgang lífsins með annars konar sjónauka ...

Dr. Ríkarður Líndal, sálfræðingur (www.thepurpose.ca)