Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Umframfram­leiðsla

  • Höfundur Tómas Ævar Ólafsson
Forsíða bókarinnar

Frumraun Tómasar á ritvellinum, en hann hefur vakið athygli fyrir dagskrárgerð í útvarpi. Ljóðabálkurinn er rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Fjallað er um leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað, þegar hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna.

Umframframleiðsla er ljóðræn rannsókn á þeim verkfærum sem nútímasamfélag beitir á innstu kjarna manneskjunnar. Ljóðabálkurinn fylgir leit ljóðmælanda að lausn undan óefni í sálarlífi sínu. Hann ber vandamál sitt á borð þriggja kvenna; trúnaðarvinkonu, sálfræðings og ókunnugrar manneskju á öldurhúsi. Verkið skoðar hlustun og viðbrögð þeirra við óefninu. Sálfræðingurinn hlustar með ákveðinni ætlun eftir vandamálunum til þess eins að snúa á þau. Á öldurhúsinu á sér stað óvirk hlustun þar sem ljóðmælandi og kunningi bíða aðeins eftir því að fá orðið og tala á víxl um raunir sínar. Trúnaðarvinkonan sem er uppfull af internetfróðleik, hlustar hins vegar virkt og veitir hlýju en gefur fjarstæð flökkusöguráð. Inn í frásögnina fléttast ýmsar samgönguleiðir og tilraunir til að orða það sem ekki fæst orðað.

Tómas Ævar Ólafsson er frá Akranesi en býr í Vesturbæ Reykjavíkur. Hann lauk MA-prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands og leggur nú loka hönd á MA-próf í ritlist við sama skóla.