Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Urðarflétta

  • Höfundur Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
Forsíða bókarinnar

Fíngerð og dulmögnuð prósaljóð um náttúruna sem býr innra með okkur, viðkvæm augnablik, horfna skóga, uglur sem grípa nóttina, ástvini í handanheimi, eggaldin sem vex úr koki, kreppta hnefa, sár sem aldrei gróa, fljúgandi þakplötur, þeysandi halastjörnur og byltingar sem fæðast í móðurkviði. Urðarflétta er önnur ljóðabók Ragnheiðar Hörpu.

Ragnheiður Harpa Leifsdóttir er rithöfundur og sviðslistakona. Fyrsta ljóðabók hennar, Sítrónur og náttmyrkur, kom út haustið 2019. Ragnheiður Harpa er ein Svikaskálda og hefur ásamt þeim gefið út ljóðabækurnar Ég er ekki að rétta upp hönd, Ég er fagnaðarsöngur og Nú sker ég netin mín. Skáldsaga Svikaskálda, Olía, hlaut tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna árið 2021.