Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Verksmiðjan á Hjalteyri

Draumarústir

  • Höfundar Margrét Elísabet Ólafsdóttir, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Dominique Gauthier og Pari Stave
  • Ritstjóri Margrét Elísabet Ólafsdóttir
Forsíða bókarinnar

Listamannarekna rýmið Verksmiðjan á Hjalteyri tók til starfa í gömlu síldarverksmiðunni á Hjalteyri haustið 2008. Í bókinni er starfseminni lýst í máli og myndum og fjallað um stöðu Verksmiðjunnar sem listamannarekins rýmis í innlendu og erlendu samhengi.

Listamannarekna rýmið Verksmiðjan á Hjalteyri tók til starfa í gömlu síldarverksmiðunni á Hjalteyri haustið 2008 en í bókinni er starfseminni lýst í máli og myndum. Margrét Elísabet Ólafsdóttir er höfundur greinar um stöðu Verksmiðjunnar sem listamannarekins rýmis í innlendu og erlendu samhengi en aðrir greinarhöfundar eru Bryndís Snæbjörnsdóttir, Pascale Cassagnau, Dominique Gauthier og Pari Stave. Þau eiga það sameiginlegt að hafa starfað í Verksmiðjunni að uppsetningu sýninga og skipulagi námskeiða fyrir nemendur í myndlist á Íslandi og í Frakklandi. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af listaverkum á sýningum í Verksmiðjunni og af einstöku sýningarrýminu. Flestar ljósmyndirnar eru teknar af Véronique Legros og Gústavi Geir Bollasyni, listrænum stjórnanda Verksmiðjunnar. Hönnuður bókarinnar er Ámundi Sigurðsson og útgefandi Verksmiðjan á Hjalteyri. Bókin er gefin út fyrir styrki frá Myndlistarsjóði, Útgáfusjóði Háskólans á Akureyri, Útgáfusjóði Listaháskóla Íslands, Listasjóði Dungal og Seðlabanka Íslands. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri: Margrét Elísabet Ólafsdóttir