Verksmiðjan á Hjalteyri

Draumarústir

Listamannarekna rýmið Verksmiðjan á Hjalteyri tók til starfa í gömlu síldarverksmiðunni á Hjalteyri haustið 2008. Í bókinni er starfseminni lýst í máli og myndum og fjallað um stöðu Verksmiðjunnar sem listamannarekins rýmis í innlendu og erlendu samhengi.

Listamannarekna rýmið Verksmiðjan á Hjalteyri tók til starfa í gömlu síldarverksmiðunni á Hjalteyri haustið 2008 en í bókinni er starfseminni lýst í máli og myndum. Margrét Elísabet Ólafsdóttir er höfundur greinar um stöðu Verksmiðjunnar sem listamannarekins rýmis í innlendu og erlendu samhengi en aðrir greinarhöfundar eru Bryndís Snæbjörnsdóttir, Pascale Cassagnau, Dominique Gauthier og Pari Stave. Þau eiga það sameiginlegt að hafa starfað í Verksmiðjunni að uppsetningu sýninga og skipulagi námskeiða fyrir nemendur í myndlist á Íslandi og í Frakklandi. Bókin er prýdd fjölda ljósmynda af listaverkum á sýningum í Verksmiðjunni og af einstöku sýningarrýminu. Flestar ljósmyndirnar eru teknar af Véronique Legros og Gústavi Geir Bollasyni, listrænum stjórnanda Verksmiðjunnar. Hönnuður bókarinnar er Ámundi Sigurðsson og útgefandi Verksmiðjan á Hjalteyri. Bókin er gefin út fyrir styrki frá Myndlistarsjóði, Útgáfusjóði Háskólans á Akureyri, Útgáfusjóði Listaháskóla Íslands, Listasjóði Dungal og Seðlabanka Íslands. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri: Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Útgáfuform

Sveigjanleg kápa

Fáanleg hjá útgefanda

Sveigjanleg kápa

Fáanleg hjá útgefanda