Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Yrði það ekki dásamlegt ...

  • Höfundur Anna Lísa Björnsdóttir
Forsíða bókarinnar

Rithöfundurinn Saga Hugadóttir kannar uppruna meintra kraftaverkalækninga á afskekktum sveitabæ. Nostalgía og notalegheit ásamt uppgjöri við dauðann og gamla drauga varða leið að uppgötvun sem hana óraði ekki fyrir.

„Spennusaga um hugann, fékk gæsahúð í 21 sek. við að lesa síðustu setninguna, mæli 100% með henni!" - Matti Ósvald, atv.markþjálfi.

Á níunda áratugnum tekur eldri maður á afskekkta bóndabænum Freysdal, ferðamanninn Samuel Sandvík tali sem í kjölfarið losnar við næstum óbærilegan krónískan verk. Áratugum síðar hefur ekkjan Margrét Sandvík samband við barnabókarithöfundinn Sögu Hugadóttur í þeirri von að finna manninn. Margrét er úrkula vonar um að finna lækningu fyrir dóttur sína og þrýstir því mjög á Sögu að leita mannsins því hún var stödd í Freysdal hjá afa sínum og ömmu þegar lækningin átti sér stað. Saga hefur hins vegar enga trú á að afi hennar búi yfir óútskýranlegum lækningamætti enda staðfesti hann sjálfur að svo væri ekki. Hún lofar þó að kanna málið og fetar um leið inn á slóðir sem hvorki hana né aðra í Freysdal hefði órað fyrir.

'Yrði það ekki dásamlegt...' er fyrsta skáldsaga Önnu Lísu Björnsdóttur en hún hefur kennt innsæisaðferðir sínar bæði í Evrópu og Ameríku á vegum dr. Norbert Preetz og dr. Cecilia García Barrios.Við útgáfu bókarinnar rætist gamall draumur vinar Önnu Lísu og læriföður, dr. Edwin K. Yager heitins, um sögu sem fjallaði á einstakan hátt um vitundina og bæri titilinn 'Wouldn't it be wonderful...'

„Mæli með þessari einstöku bók, hún heldur þér frá upphafi til enda.“ - Ingibjörg Kr. Ferdinandsdóttir, menntunarfr. markþjálfi og rithöfundur.

„Frábær, spennandi bók og skemmtileg aflestrar, hélt mér við efnið. Hugurinn er svo magnaður. Mæli svo sannarlega með að lesa 'Yrði það ekki dásamlegt …..' og að botna setninguna, hver fyrir sig.“ - Ingibjörg Bernhöft, hjúkrunarfræðingur.