Höfundur: Anna Cynthia Leplar

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Jón Oddur og Jón Bjarni – allar sögurnar Guðrún Helgadóttir Forlagið - Vaka-Helgafell Tvíburarnir Jón Oddur og Jón Bjarni eru í meira lagi uppátektasamir. Þeim dettur ýmislegt sniðugt í hug en fá oftast skammir fyrir – jafnvel þegar þeir ætla bara að gleðja fólk, berjast gegn óréttlæti eða segja sannleikann! Sögurnar um þá bræður hafa nú glatt lesendur í nærri fimmtíu ár. Hér koma þær allar út í vandaðri stórbók.
Leitin að Lúru Margrét Tryggvadóttir og Anna Cynthia Leplar Forlagið - Mál og menning Hundurinn Kaffon á góðan leikfélaga. Það er hún Lúra. En núna er Lúra týnd. Kaffon spyr öll dýrin hvar Lúra geti verið en ekkert þeirra veit svarið. Og þó … Leitin að Lúru er falleg saga fyrir yngstu bókaormana eftir höfunda sem sent hafa frá sér fjölda vinsælla barnabóka.
Prjónabiblían Gréta Sörensen Forlagið - Vaka-Helgafell Einstök íslensk uppflettibók um prjóntækni og um leið hugmyndabanki fyrir munsturgerð og prjónahönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Eitt hundrað útprjónsmunstur eru í bókinni og ítarlega farið yfir öll grunnatriði í prjóni. Fjölmargar skýringarmyndir og ljósmyndir prýða bókina. Þetta er ómissandi grundvallarrit fyrir alla sem prjóna.