Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Prjóna­biblían

Einstök íslensk upp­fletti­bók um prjón­tækni og um leið hug­mynda­banki fyrir munstur­gerð og prjóna­hönnun, bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Eitt hundrað út­prjóns­munstur eru í bókinni og ítarlega farið yfir öll grunnatriði í prjóni. Fjölmargar skýringar­myndir og ljósmyndir prýða bókina. Þetta er ómissandi grund­vallar­rit fyrir alla sem prjóna.