Óli K
Hér birtist úrval af verkum Óla K., fyrsta fastráðna blaðaljósmyndarans á Íslandi, bæði víðkunnar myndir sem óþekktar. Um leið er saga hans sögð ítarlegar en áður hefur verið gert, fjallað um uppvöxtinn í Reykjavík í skugga sviplegs fráfalls föður hans, námsárin í Bandaríkjunum og síðan þrotlausa elju við að ljósmynda lífið í landinu.