Höfundur: Ari H.G. Yates

Skólaslit 2

Dauð viðvörun

Ár er liðið frá því að hugrakkir krakkar gjörsigruðu myrkraverur sem höfðu lagt Reykjanesið undir sig. Allt endaði vel og allir gátu andað léttar. Eða hvað? Þegar hópur unglinga skellir sér í ferðalag út á land kemur í ljós að enginn er óhultur. Allra síst krakkarnir í öftustu rútunni ... Sjálfstætt framhald metsölubókarinnar Skólaslita.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Skólaslit Ævar Þór Benediktsson Forlagið - Mál og menning Það er hrekkjavaka. Veggir skólans eru þaktir skrauti sem vekur hroll og kitlar ótta. Í fjarska ómar ómennskt öskur. Á gólfinu má sjá hálfan íþróttakennara og handan við hornið heyrist í uppvakningaher. Hvað í ósköpunum gerðist? Stórglæsileg bók prýdd fjölda litmynda sem lesendur tæta í sig.
Stórasta land í heimi Þrautabók um Ísland Ari H.G. Yates Forlagið - JPV útgáfa Ísland er sannarlega skrítinn og skemmtilegur hrærigrautur, í senn heitt og kalt, lítið og stórt o.s.frv. – og þjóðin sem byggir það er sömuleiðis alveg sérstök, fámenn en samt svo áberandi. Bókin er full af heilabrotum, fróðleik og skemmtun og geymir næstum því allt sem gott er og gaman að vita um þetta stórasta land í heimi. Einnig til á ensku.
Þegar Stúfur bjargaði jólunum Ari H.G. Yates Nýhöfn Í þessari sprenghlægilegu teiknimyndabók leiðir höfundur saman íslensku jólasveinana og þann ameríska. Stúfur er búinn að fá nóg af því að verða fyrir gríni bræðra sinna. Hann stormar að heiman og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar því annars verða engin jól – en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum?