Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Þegar Stúfur bjargaði jólunum

Í þessari sprenghlægilegu teiknimyndabók leiðir höfundur saman íslensku jólasveinana og þann ameríska. Stúfur er búinn að fá nóg af því að verða fyrir gríni bræðra sinna. Hann stormar að heiman og hittir þá Sveinka, furðulegan jólasvein í rauðum fötum, sem þarfnast hjálpar því annars verða engin jól – en ná Stúfur og Sveinki að bjarga jólunum?