Höfundur: Árni Árnason

Ingólfur Arnarson

Arfleifð hans og Íslandssagan í nýju ljósi

Í þessari bók eru teknar til rannsóknar tvær mikilvægar fullyrðingar í Íslandssögunni. Önnur er sú að Ingólfur Arnarson hafi sest að í Kvosinni í Reykjavík og þar sé höfuðból hans að finna. Hin er sú að Flóki Vilgerðarson eigi höfundarréttinn að nafni Íslands. Niðurstaða bókarhöfundar er sú að hvorug þessara fullyrðinga standist gagnrýna skoðun.

Vængjalaus

SSSól í Sjallanum, döggvott gras í íslenskri sumarnótt, nætursund og allt sem hefði getað orðið ... Sumarið er 1996. Baldur er rúmlega tvítugur, Auður ellefu árum eldri. Af tilviljun liggja leiðir þeirra saman norður á Akureyri, einn dag og eina nótt, og fundur þeirra á eftir að hafa mikil áhrif á líf beggja.