Höfundur: Arnór Bliki Hallmundsson

Brýrnar yfir Eyjafjarðará

Stiklað á stóru úr 100 ára sögu brúa yfir Eyjafjarðará

Yfir Eyjafjarðará liggja alls ellefu brýr en haustið 2023 er liðin öld síðan áin var brúuð á óshólmunum sunnan Akureyrar. Hér er áin rakin frá upptökum til ósa þar sem hver brú fær mynd og stutta umfjöllun: Hvenær var brúin byggð, hvar er hún og hvað má sjá í hennar nánasta umhverfi. Auk annarra fróðleiksmola sem höfundur gaukar að lesendum.

Oddeyri Saga hús og fólk

Oddeyri er annað elsta hverfi Akureyrar. Hér segja núverandi íbúar 55 húsa frá sjálfum sér, upplifun sinni af Oddeyri, auk margra áhugaverðra frásagna en viðmælendur eru ólíkt fólk á öllum aldri sem eiga það sameiginlegt, að búa á Oddeyrinni. Samhliða viðtölunum birtast söguágrip um alls 79 hús í þessu sögufræga hverfi. Sjón er sögu ríkari.