Höfundur: Auður Jónsdóttir

Högni

Högni starfar á Framtíðarstofnun við að meta áhrif loftslagsbreytinga á umhverfi og skipulag Reykjavíkur. Í einkalífinu hefur aftur á móti hallað undan fæti eftir erfiðan skilnað. Hann leitar svölunar í faðmi kvenna á börum bæjarins – og skyndilega er Högni orðinn umdeildasti maður landsins og er knúinn til að horfast í augu við sjálfan sig.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
107 Reykjavík Auður Jónsdóttir og Birna Anna Björnsdóttir Bjartur "Þessi bók er eiginlega þerapía-maður emjar af hlátri ... Fyndnasta bók ársins." SER, Hringbraut "Hreint út sagt frábær paródía ... ekki hægt annað en hlæja upphátt." SS, Vikan "Tíðarandabók par exellence" Þorgeir Tryggvason, Kiljan "Öskurhló oft." Kamilla Einarsdóttir
Allir fuglar fljúga í ljósið Auður Jónsdóttir Bjartur Björt er ráfari, fer á milli staða í Reykjavík, fylgist með fólki og skráir hjá sér athuganir sínar. Hún leigir herbergi í hrörlegu húsnæði með öðru fólki. En svo fær hún bréf og smám saman flettist ofan af dramatískri ævi hennar. Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins.