Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Allir fuglar fljúga í ljósið

„Óþægilega áhugaverður [lestur], hrærandi og ögrandi ... eftirminnilegar bókmenntir,“ Gauti Kristmannsson/Víðsjá

Björt er ráfari, er í stopulli íhlaupavinnu en aðallega fer hún á milli staða í Reykjavík, fylgist með fólki og skráir hjá sér athuganir sínar. Hún leigir herbergi í hrörlegu húsnæði með öðru fólki á svipuðum stað í tilverunni, og hefur fastmótað form og rútínu á lífi sínu. Allt er í föstum skorðum – þar til hún sér Ólöfu Brá … og fær í kjölfarið bréf frá henni. Við það riðlast tilveran og lífssaga Bjartar brýst fram; vináttan við Veru, eitruð sambönd við Steingrím og Hálfdán – og smám saman flettist ofan af hinni ótrúlegu og dramatísku ævi hennar.

Auður Jónsdóttir er einn vinsælasti rithöfundur landsins og hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir bækur eins og Stjórnlaus lukka, Fólkið í kjallaranum, Tryggðarpant, Ósjálfrátt, Stóra skjálfta og Tilfinningabyltinguna.