Jógastund
Jógastund er fyrir alla sem vilja stunda jóga, ekki síst foreldra sem vilja virkja börnin í uppbyggjandi leik. Bókin inniheldur yndislegar jógastöður ásamt sögum, æfingum og leikjum. Æfingarnar og leikirnir eru aðgengileg fyrir alla, þar sem við líkjum í sameiningu eftir dýrum og hlutum í náttúrunni og úr verður hin besta samveru- og gleðistund.