Höfundur: Auður Ýr Elísabetardóttir

Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn

Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Peningar Ótrúlegar sögur af dýrkeyptum mistökum, lygilegri heppni og undarlegu fólki Björn Berg Gunnarsson Salka Bókin varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáf...
Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir Salka Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu.
Ljósaserían Veran í vatninu Hjalti Halldórsson Bókabeitan Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.isVatnið í sveitinni er orðið skærgrænt og Jónas frændi fær Dísu og Dreng með sér í rannsóknarleiðangur. Dísa er sannfærð um að ástæðan sé sú að í vatninu búi geimvera. Því trúir reyndar enginn svo hún verður að taka málin í eigin hendur. Við sögu koma draugar og kleinur. Og mýflugur. Mjög, mjög mikið af mýflugum!