Höfundur: Auður Ýr Elísabetardóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Ljósaserían Gestur úr geimnum | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil. |
| Peningar Ótrúlegar sögur af dýrkeyptum mistökum, lygilegri heppni og undarlegu fólki | Björn Berg Gunnarsson | Salka | Bókin varpar ljósi á áhugaverðar, spaugilegar og stundum hreint út sagt ótrúlegar hliðar fjármála á lifandi og aðgengilegan hátt. Litið er bak við tjöldin meðal annars í heimi kvikmynda, tölvuleikja, fótbolta, tónlistar og tísku. Nokkur dýrkeyptustu mistök fjármálasögunnar eru reifuð á síðum þessarar bókar en einnig eru sagðar sögur af snilligáf... |
| Ljósaserían Pétur og Halla við hliðina - Útilegan | Ingibjörg Valsdóttir | Bókabeitan | Nágrannarnir Pétur og Halla eru góðir vinir þótt Höllu finnist best að vera á fleygiferð en Pétur vilji heldur vera í rólegheitum. |
| Úlfur og Ylfa: Sumarfrí | Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir | Salka | Úlfur og Ylfa eru bestu vinir. Þau eru komin í sumarfrí og eru á leið í ferðalag með mömmum hans Úlfs. Þau ætla að keyra alla leið á Vestfirði og að sjálfsögðu slæst hundurinn Bósi Ljóshár með í för. Vinanna bíða mörg ævintýri á áfangastað, bæði náttúruundur og nýir vinir og þau taka þátt í spennandi keppni. |
| Úlfur og Ylfa - Ævintýradagurinn | Ingileif Friðriksdóttir og María Rut Kristinsdóttir | Salka | Dagurinn í dag er enginn venjulegur dagur. Í dag ætlar Úlfur að fara í ævintýraleiðangur með Ylfu, bestu vinkonu sinni. Það er svo margt skemmtilegt hægt að gera þegar ímyndunaraflið er með í för! Þá getur íslenskur mói breyst í sléttur Afríku og lítil tjörn orðið að Atlantshafinu. Úlfur getur ekki beðið eftir að segja mömmum sínum frá ævintýrinu. |
| Ljósaserían Veran í vatninu | Hjalti Halldórsson | Bókabeitan | Bókaklúbbur barnanna - ljosaserian.isVatnið í sveitinni er orðið skærgrænt og Jónas frændi fær Dísu og Dreng með sér í rannsóknarleiðangur. Dísa er sannfærð um að ástæðan sé sú að í vatninu búi geimvera. Því trúir reyndar enginn svo hún verður að taka málin í eigin hendur. Við sögu koma draugar og kleinur. Og mýflugur. Mjög, mjög mikið af mýflugum! |