Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Ljósaserían Gestur úr geimnum

Forsíða bókarinnar

Í Ljósaseríunni eru myndskreyttar barnabækur með fjölbreyttum efnistökum. Sögurnar eru eftir íslenska höfunda og túlkaðar af ólíkum myndskreytum. Bækurnar eru misþungar en hafa allar þægilegt letur og rúmt línubil.

Enn gerast undarlegir atburðir í Mývatnssveit!

Amma hringir í Veðurstofuna og kemst að því að engar jarðhræringar hafa mælst á svæðinu síðustu klukkutíma. Það hlýtur því að vera önnur skýring á skjálftanum sem þau fundu öll. Dísa nær í stækkunarglerið, Drengur sér um nestið og amma sýnir að hún er ekki dauð úr öllum æðum.

Þetta verður ævintýri!