Höfundur: Bergsveinn Ólafsson

Sjálfstyrktarbók Tíu skilaboð

Að skapa öryggi úr óvissu

Tíu skilaboð er ákveðinn leiðarvísir til að fást við lífið. Þrátt fyrir að við lendum í skakkaföllum, upplifum sársauka og vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér, þá höldum við áfram. Við öxlum ábyrgð, sýnum hugrekki og þrautseigju, höldum í vonina og höfum trú á okkur sjálfum og mannkyninu í heild.