Höfundur: Bragi Ólafsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr Bragi Ólafsson Bjartur Sjö ár eru liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hann býr nú tímabundið í íbúð systur sinnar í Þingholtunum sem er til sölu. Á fallegum haustdegi bankar ungt par upp á hjá Svani, og vill skoða íbúðina.
Innanríkið - Alexíus Bragi Ólafsson Smekkleysa Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur maður stendur í svefnherbergisdyrunum, og aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp atvikið. Í framhaldi fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og nútíð, frá Reykjavík upp á Mýrar og út í heim. Hér sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið; hann beinir athyglinni að því sem ekki er endilega skáldskapur.