Höfundur: Bragi Ólafsson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Gegn gangi leiksins - ljóðskáld deyr | Bragi Ólafsson | Bjartur | Sjö ár eru liðin frá því ljóðskáldið Svanur Bergmundsson losnaði úr klefa sínum á Litla-Hrauni, eftir að hafa afplánað dóm fyrir manndráp. Hann býr nú tímabundið í íbúð systur sinnar í Þingholtunum sem er til sölu. Á fallegum haustdegi bankar ungt par upp á hjá Svani, og vill skoða íbúðina. |
| Innanríkið - Alexíus | Bragi Ólafsson | Smekkleysa | Faðir höfundar vaknar eina nótt við að ókunnugur maður stendur í svefnherbergisdyrunum, og aldarfjórðungi síðar rifjar sonurinn upp atvikið. Í framhaldi fer hann á stefnulaust flakk um fortíð og nútíð, frá Reykjavík upp á Mýrar og út í heim. Hér sýnir Bragi Ólafsson á sér nýja hlið; hann beinir athyglinni að því sem ekki er endilega skáldskapur. |