Höfundur: Brimrún Birta Friðþjófsdóttir

Gullni hringurinn

Tröllskessa hefur rænt Sólinni og heldur henni fanginni innan í Esjunni. Júlía og Ágúst ákveða að koma til bjargar og þurfa í kjölfarið að ferðast Gullna hringinn og fá aðstoð Gullfoss, Geysis og Þingvalla til að bjarga Sólinni úr prísundinni. Bráðskemmtileg íslensk myndasaga fyrir alla fjölskylduna. Einnig fáanleg á ensku.