Höfundur: Camilla Sten

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Erfinginn Camilla Sten Ugla Amma Eleanor er myrt með hrottafengnum hætti. Í kjölfarið fær hún að vita að amma hennar hefur arfleitt hana að afskekktu sveitasetri. Þegar hún skoðar setrið koma upp á yfirborðið gömul leyndarmál og ýmsar spurningar vakna. Eleanor reynir að ráða í gáturnar en einhver er staðráðinn í að koma í veg fyrir að hún fái spurningum sínum svarað.
Hafsfólkið I-III Camilla Sten og Viveca Sten Ugla Þrjár bækur í pakka – Hyldýpið, Sæþokan og Maurildi. Æsispennandi þríleikur þar sem aðalsöguhetjan Tuva berst gegn illum öflum sem leynast undir yfirborði sjávar í sænska skerjagarðinum. Magnaðar ungmennabækur eftir sænsku mæðgurnar Camillu og Vivecu Sten sem fengið hafa frábærar viðtökur.
Hættulegur hæfileiki Camilla Sten Ugla Réttarsálfræðingurinn Rebecca Lekman er nýflutt frá Bandaríkjunum heim til Djursholm í Svíþjóð til að annast veika móður sína. Fortíðin bankar upp á hjá henni þegar hún fær símtal um nótt frá gömlum samstarfsmanni sem segir henni að ástkona Rebeccu í menntaskóla, Louise, hafi verið myrt á heimili sínu.