Uppskrift að klikkun
Hjartasósa, hafgúuheilar og gvakamóri við leiðindum
Lúsí er 13 ára. Henni leiðist nýi kærasti mömmu sinnar og dreymir um að flytja til Berlínar. Lúsí finnst hún detta í lukkupottinn þegar hún sér auglýst eftir manneskju til að viðra hund hinum megin í bænum en kemst þó fljótt að því að það er enginn hundur heldur skrítinn gamall maður í leit að ritara fyrir dularfulla uppskriftabók.