Höfundur: Friðþjófur Helgason

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Af nótnaborði náttúrunnar / Notes of Nature Sigmundur Ernir Rúnarsson Skrudda Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir ski...
Stiklur um undur Íslands Ómar Ragnarsson Sögur útgáfa Við fylgjum eldhuganum Ómari Ragnarssyni, helsta baráttumanni okkar fyrir íslenskri náttúru, um perlur og stórbrotna staði þessa undralands sem Ísland er. Fetum í fótspor hans og ljósmyndarans Friðþjófs Helgasonar um fáfarnar slóðir, leynistaði sem þeir hafa heimsótt og svæði sem Ómar hefur sérstakt dálæti á. Ómar og Friðþjófur – stiklarar í 50 ár.
Svona er Akranes Friðþjófur Helgason MTH útgáfa Friðþjófur Helgason hefur tekið ljósmyndir á Akranesi í hartnær hálfa öld og er hvergi nærri hættur. Myndasafn hans er einstök heimild um mannlíf, sögu og samfélagið á Skaganum.