Höfundur: Friðþjófur Helgason

Stiklur um undur Íslands

Við fylgjum eldhuganum Ómari Ragnarssyni, helsta baráttumanni okkar fyrir íslenskri náttúru, um perlur og stórbrotna staði þessa undralands sem Ísland er. Fetum í fótspor hans og ljósmyndarans Friðþjófs Helgasonar um fáfarnar slóðir, leynistaði sem þeir hafa heimsótt og svæði sem Ómar hefur sérstakt dálæti á. Ómar og Friðþjófur – stiklarar í 50 ár.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Af nótnaborði náttúrunnar / Notes of Nature Sigmundur Ernir Rúnarsson Skrudda Það er eins og úrið hægi á sér þegar Páll á Húsafelli er sóttur heim, enda er tíminn í hans húsakynnum ekki af klukkuverki þessa heims. Ljúfmennskan ræður þar mestu, í bland við háttvísi og æðruleysi, en samfundir með listamanninum eru þeirrar náttúru að allt um hægist og gesturinn finnur það á eigin skinni að eitthvað hefur gerst sem glæðir ski...