Höfundur: Guðbergur Bergsson

Dauði Francos

Árið 1975 fylgist Guðbergur með nokkurra vikna dauðastríði Francos og skrásetur í dagbók. Brot úr dagbókinni birtist á sínum tíma í Þjóðviljanum en hér má í fyrsta skipti líta skrásetninguna í heild sinni. Höfundur dregur upp einstaka mynd af endalokum einræðisherra og þeirri ringulreið sem skapast í spænsku samfélagi við yfirvofandi fráfall hans.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Caminos/Stígar Guðbergur Bergsson Hin kindin Caminos/Stígar er tvímála útgáfa (íslenska og spænska) á ljóðabókinni Stígar (2001) eftir Guðberg Bergsson, einn af lykilhöfundum íslenskra bókmennta. Þýðandinn Rafael García Pérez hefur þýtt ýmis önnur íslensk bókmenntaverk á spænsku, meðal annars ljóðabækurnar Svartur hestur í myrkrinu eftir Nínu Björk Árnadóttur, o...
Hálfgerðar lygasögur með heilagan sannleika í bland Guðbergur Bergsson Forlagið - JPV útgáfa Guðbergur hefur einstaka sýn á mannlegt eðli og samfélag. Hér má lesa sögur úr heillandi blöndu af fyndni og sársauka, sannleika og uppspuna. Þegar lesandinn heldur að hann hafi áttað sig á hvert stefnir er honum komið í opna skjöldu með óvæntum snúningi, órum, háði eða skyndilegri viðkvæmni – sem höfundurinn hefur flestum betur á valdi sínu.