Hálf­gerðar lyga­sögur með heilag­an sannleika í bland

Guðbergur hefur einstaka sýn á mannlegt eðli og samfélag. Hér má lesa sögur úr heillandi blöndu af fyndni og sársauka, sannleika og uppspuna. Þegar lesandinn heldur að hann hafi áttað sig á hvert stefnir er honum komið í opna skjöldu með óvæntum snúningi, órum, háði eða skyndilegri viðkvæmni – sem höfundurinn hefur flestum betur á valdi sínu.