Höfundur: Guðfinna Ragnarsdóttir

Á vori lífsins

Minningar

Guðfinna Ragnarsdóttir fæddist í hinu fræga Tobbukoti við Skólavörðustíg og ól bernskuár sín þar en fluttist fjögurra ára gömul í Laugarneshverfið sem þá var í örum vexti. Hún lýsir með lifandi hætti æskuárum sínum á Hofteigi, fjörmiklum ungdómsárum í menntaskóla og bregður upp eftirminnilegum myndum af mannlífi á Íslandi upp úr miðri síðustu öld.