Höfundur: Guðjón Friðriksson
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Börn í Reykjavík | Guðjón Friðriksson | Forlagið - Mál og menning | Einstaklega glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga, prýtt hátt á sjötta hundrað ljósmynda. Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá námi þeirra og skyldum, leikjum, skemmtunum og félagsstarfi, auk þess sem fjallað er um þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum. |
| Rauði krossinn á Íslandi - 100 ára saga | Guðjón Friðriksson | Drápa | Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur í þessari veglegu og ríkulega myndskreyttu bók sögu Rauða krossins í heila öld og bregður upp margrbrotinni mynd af fjöldahreyfingu sem lætur sér fátt óviðkomandi. |