Börn í Reykjavík
Einstaklega glæsilegt og áhugavert stórvirki um líf barna í Reykjavík frá því seint á 19. öld til okkar daga, prýtt hátt á sjötta hundrað ljósmynda. Börnin birtast okkur á hvunndagsfötum og sparibúin, sagt er frá námi þeirra og skyldum, leikjum, skemmtunum og félagsstarfi, auk þess sem fjallað er um þróun í barnaverndar-, uppeldis- og skólamálum.