Höfundur: Guðni Ágústsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Guðni á ferð og flugi Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson Veröld Hér fer Guðni með lesandann í ferðalag um hinar dreifðu byggðir Íslands og heimsækir fólk af öllu tagi sem á það sameiginlegt að vera skemmtilegir og forvitnilegir viðmælendur. Í þessum heimsóknum er Guðni yfir og allt um kring og hin landskunna „guðníska“ skýtur hvað eftir annað upp kollinum.
Guðni – Flói bernsku minnar Guðni Ágústsson og Guðjón Ragnar Jónasson Veröld Guðni Ágústsson ólst upp í Flóanum upp úr miðri síðustu öld í sextán systkina hópi. Hér sest hann upp í bíl og býður lesandanum í ferð á vit æskustöðvanna í fortíð og nútíð. Guðni segir sögur af fólki, jafnt kynlegum kvistum sem virðulegum stórmennum. Guðni er einlægur í frásögnum sínum en glettnin er aldrei langt undan.