Höfundur: Guðrún Jónína Magnúsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Álfadalur Sönn saga um kynferðisofbeldi, þöggun og afleiðingar þess | Guðrún Jónína Magnúsdóttir | Bókaútgáfan Sæmundur | Höfundur rekur hér sögu móður sinnar, Sigurbjargar Oddsdóttur frá Álfadal á Ingjaldssandi. Þetta er saga harðrar lífsbaráttu, hroðalegrar grimmdar og lamandi meðvirkni svo lesandann rekur í rogastans. En það er líka saga af ótrúlegri þrautseigju og viljastyrk konu sem tekst að lifa innihaldsríku lífi þrátt fyrir hörmuleg áföll. |
| Rokið í stofunni Meintar ástandsstúlkur og nauðungarvistun þeirra á Kleppjárnsreykjum 1942 | Guðrún Jónína Magnúsdóttir | Bókaútgáfan Sæmundur | Hersetin Reykjavík árið 1942. Þrettán ára stúlka er handtekin og handjárnuð úti á götu. Færð með lögreglubifreið í varðhald. Næst var stúlkan dæmd til dvalar á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði. |