Höfundur: Hallur Páll Jónsson

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Mæður og synir Theodor Kallifatides Dimma Theodor Kallifatides heldur hér sínu striki og er sjálfur í miðju frásagnarinnar. Að þessu sinni fer hann frá Svíþjóð til gamla heimalandsins, Grikklands, og heimsækir móður sína á tíræðisaldri í Aþenu. Um leið rifjar hann upp endurminningar föður síns og tengir uppruna- og ættarsögu við samtal þeirra mæðgina um lífið og tilveruna.
Nýtt land utan við gluggann minn Theodor Kallifatides Dimma Kallifatides yfirgaf Grikkland 1964, fluttist til Svíþjóðar og heillaðist af nýju landi og tungumáli. Í bókinni fjallar hann um uppruna sinn og stöðu eftir áratuga búsetu í nýja landinu og fléttar saman á hrífandi hátt hugleiðingum um tungumál og tilvist, minningar, ást og eigin ímynd, auk möguleika sem felast í framandi menningarheimi.
Það liðna er ekki draumur Theodor Kallifatides Dimma Ég var átta ára gamall þegar afi tók í hönd mína og sleppti henni ekki fyrr en við fundum foreldra mína í Aþenu. Hver veit hvað annars hefði gerst. Nokkrum vikum áður hafði vopnaður hópur fasista smalað öllum íbúum þorpsins saman í ytri garðinn við kirkjuna.