Höfundur: Heiðrún Ólafsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
---|---|---|---|
Blómadalur | Niviaq Korneliussen | Bókaútgáfan Sæmundur | Á yfirborðinu virðist bjart framundan; Ný kærasta, umhyggjusöm fjölskylda í Nuuk og skólavist í Árósaháskóla í Danmörku. Samt er eins og allt sé á skjön, heimurinn þrengir smám saman að og niðurtalningin hefst. Blómadalur er ágeng saga, næstum ofsafengin og full af svörtum húmor. Þetta er saga um sjálfsmyndarleit, ást, vináttu og fordóma. |
Homo Sapína | Niviaq Korniliussen | Bókaútgáfan Sæmundur | Fía, Inuk, Sara, Arnaq og Ivinnguaq eru öll í leit að ástinni og sjálfum sér í ísköldum grænlenskum veruleika. Niviaq Korniliussen er fædd í Nuuk árið 1990. Hún fékk lof fyrir Homo Sapína sem var tilnefnd til Norðurlandaráðsverðlauna 2015, en verðlaunin fékk hún svo í fyrra fyrir Blómadalinn sem kemur út á íslensku 2023. |