Höfundur: Helgi Valtýsson

Söguþættir landpóstanna

Landpóstar urðu þekktir menn á sinni tíð og nutu virð­ingar fyrir hreysti og ósérhlífni. Í vetrargaddi og ófærð, skammdegismyrkri og stórhríð, brutust þeir yfir heiðar og fjalladali og létu sér fátt fyrir brjósti brenna. Þeim var líka einatt vel fagnað þegar þeir riðu í hlað og tilkynntu komu sína með því að blása í póstlúðurinn.