Minningar um Sókrates
Eftir að heimspekingurinn Sókrates kvaddi hið jarðneska líf reis upp hreyfing manna sem vildu halda nafni hans á lofti. Í þeim hópi var Xenófon Aþeningur sem safnaði sögum, samræðum og spakmælum síns gamla kennara. Markmið hans var þó ekki síður að verjast og svara málflutningi ákærenda úr réttarhöldunum þar sem Sókrates var dæmdur til dauða.