Höfundur: Iðunn Steinsdóttir
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Austfirsk ljóðskáld Handan blárra fjalla | Iðunn Steinsdóttir | Félag ljóðaunnenda á Austurlandi | Iðunn Steinsdóttir hefur stundað ljóðagerð frá unga aldri og varð snemma þekkt fyrir vandaða söngtexta sína. Hún er þekktur rithöfundur og hefur skrifað jafnt fyrir unga sem eldri lesendur, meðal annars vinsæl leikrit. Hér birtist fyrsta ljóðabók Iðunnar og geymir úrval kveðskapar hennar. Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson skrifar inngang. |
| Jólasveinarnir | Iðunn Steinsdóttir | Salka | Hér er loks komin endurútgefin bráðskemmtileg bók Iðunnar Steinsdóttur um jólasveinana þrettán. Þegar jólin nálgast fara skrýtnir náungar á kreik, þeir klöngrast ofan úr fjöllum og stefna í átt til byggða með sitt síða skegg og úttroðna poka á baki. Hvaða karlar eru með þetta og hvað skyldi vera í pokunum þeirra? |