Höfundur: Jakub Stachowiak
Úr eldri árgöngum
Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.
| Titill | Höfundur | Útgefandi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| Skáldreki Ritgerðasafn höfunda af erlendum uppruna | angela rawlings, Ewa Marcinek, Francesca Cricelli, Giti Chandra, Helen Cova, Jakub Stachowiak, Joachim B. Schmidt, Margrét Ann Thors, Mazen Maarouf og Natasha S. | Benedikt bókaútgáfa | Innflytjendur á Íslandi hefur auðgað menningu landsins. Hér segja tíu höfundar af erlendum uppruna frá sögu sinni, löngunum og þrám; fjalla um búferlaflutninga, að fóta sig í nýrri menningu, að skilja og finna rödd sína á íslensku eða að ná til nýrra lesenda á sínu eigin tungumáli. Bókin kom einnig út á ensku undir heitinu Writers Adrift. |
| Stjörnufallseyjur | Jakub Stachowiak | Dimma | Draumkennd frásögn um söknuð og sorg dregur fram andstæður í hverfulum heimi. Líkamar skjálfa, borgir verða að lófum, hornlausir einhyrningar birtast og gamlar konur baða sig við ljósið í myrkrinu. Og svo eru líka leyndardómsfullar dyr, hvít hús sem fljóta á nætursvörtu vatni og hvíslandi trjágreinar. |
| Úti bíður skáldleg veröld | Jakub Stachowiak | Páskaeyjan ehf. | Jakub Stachowiak hefur komið sem ferskur andvari inn í íslenskan ljóðaheim, en árið 2021 kom út hans fyrsta bók, Næturborgir. Í ljóðum sínum blæs Jakub nýju lífi í tungumálið og dregur fram ljóðrænar myndir með frumleika, glaðværð og áræðni. Skyldulesning fyrir ljóðaunnendur. „Grjótmögnuð flugeldasýning“ – Steinunn Sigurðardóttir |