Höfundur: Johan Theorin

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Beinaslóð Johan Theorin Ugla Maður nokkur leggur blómsveig á yfirgefna strönd á Ölandi. Stuttu síðar deyr hann við grunsamlegar aðstæður. Þegar lögregluforinginn Tilda lyftir upp blómsveignum koma í ljós jarðneskar leifar manns sem síðast sást á lífi með frænda Tildu, gamla skútuskipstjóranum Gerlof Davidsson.
Orrustan um Salajak Jarmalandskrónikan 1 Johan Theorin Ugla Í fjallakastalanum Salajak, langt norður í landi, vakna vættirnar og breiða út vængi sína eftir langan vetrardvala. Þær hungrar í kjöt, ferskt kjöt ... Á sama tíma strjúka þrír bræður að heiman til að ganga til liðs við árásarherinn sem á að stöðva vættina og binda enda á illvirki þeirra. Fyrsta bókin af fjórum í Jarmalandskrónikunni eftir spenn...
Ristur Sjötta bókin Öland-seríunni. Johan Theorin Ugla Lögregluforinginn Tilda Davidsson er barnshafandi og komin langt á leið þegar hún er kölluð til að aðstoða samstarfsmann sem hefur orðið fyrir hnífaárás á afskekktu býli á Norður-Ölandi. Þar finnur hún lík aldraðra hjóna í hjónarúminu.
Vættaveiðar Jarmalandskrónikan – 2. hluti Johan Theorin Ugla Orrustunni um Salajak er lokið en ekki baráttunni við vættina. Margir hafa flúið gamla heimili sitt í fjallinu til undirheimanna. Stríðsmaðurinn Ristin og vættaprinsinn Dhor hverfa inn í hyldýpi Jarmalands. Á hæla þeirra er mýgrútur hermanna, riddara og álfa ...