Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Vættaveiðar

Jarmalandskrónikan – 2. hluti

Forsíða bókarinnar

Orrustunni um Salajak er lokið en ekki baráttunni við vættina. Margir hafa flúið gamla heimili sitt í fjallinu til undirheimanna. Stríðsmaðurinn Ristin og vættaprinsinn Dhor hverfa inn í hyldýpi Jarmalands. Á hæla þeirra er mýgrútur hermanna, riddara og álfa ...

... undir forystu Niklis og Jöran Eck. Öll verða þau að taka á honum stóra sínum í þessum óþekkta heimi þar sem ísvindar blása og vondar verur leynast í skugganum ...

Vættaveiðar gerist í Svíþjóð á fjórtándu öld og er önnur bókin af fjórum í Jarmalandskrónikunni. Fyrsta bókin, Orrustan um Salajak, kom út árið 2021. Bækurnar hafa fengið mikið lof sem æsispennandi fantasía þar sem ungar hetjur halda út í kalda og myrka veröld til að berjast við vætti, álfa og lindorma með hugprýðina eina að vopni.

„Minnir áþreifanlega á Game of Thrones ... Johan Theorin fléttar saman norrænni goðafræði, göldrum og lífinu á miðöldum í blæbrigðaríkri frásögn.“ – Dagens Nyheter

„Frábærlega góð og sannfærandi saga, ótrúlega spennandi.“ – Tidningen Kulturvinden