Með nesti og nýja skó
Greinar um tengsl leikskóla, grunnskóla og frístunda
Bókin veitir innsýn í þau umskipti sem verða í lífi barna á mótum skólastiga og er ætlað að stuðla að ígrundun fagfólks, foreldra, nemenda og annarra sem láta sig menntun ungra barna á mikilvægum timamótum varða. Hún inniheldur 13 fræðigreinar þar sem fjallað er um niðurstöður rannsókna sem tengjast menntun ungra barna.