Útgefandi: Háskólaútgáfan

Ég er þinn elskari

Bréf Baldvins Einarssonar til Kristrúnar Jónsdóttur 1825–1832

Árið 1826 sigldi Baldvin Einarsson til náms í Kaupmannahöfn. Hann var þá trúlofaður Kristrúnu Jónsdóttur en sveik hana í tryggðum. Við tók flókið bréfasamband ástar, blekkinga og fyrirgefningar. Í bókinni er ástarharmsaga Kristrúnar og Baldvins rakin og bréfin sem hann skrifaði henni 1825–1832 birt með skýringum og færð til nútímastafsetningar.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Listasaga leikmanns

Listaannáll 1941–1968 eftir Kristján Sigurðsson póststarfsmann í Reykjavík

Á árunum 1941 til 1968 hélt Kristján ítarlegar dagbækur – nokkurs konar listaannál um myndlistarlífið í Reykjavík. Á því tímabili sá hann allar sýningar íslenskra og erlendra listamanna, skráði skoðanir sínar á þessum sýningum, viðbrögð gagnrýnenda og annarra álitsgjafa við sýningum.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Meinlætahnútar og mýkjandi plástrar

Lækningaiðkanir Jóns Bergsted í Húnavatnssýslu 1828–1838

Jón Bergsted (1795–1863) var sjálfmenntaður læknir sem hélt dagbók yfir störf sín í Húnavatnssýslu á árunum 1828–1838. Í dagbókinni er að finna lýsingar á sjúkdómum sem hrjáðu yfir 400 nafngreinda sjúklinga í sýslunni og þeim úrræðum sem Jón beitti.

Orðasafn í stjórnarháttum fyrirtækja

Stjórnarhættir fyrirtækja er nýleg fræðigrein sem nær yfir viðskiptafræði, hagfræði, lögfræði, stjórnmálafræði, siðfræði og félagsfræði. Skilgreiningar á stjórnarháttum fyrirtækja eru margar en í breiðasta skilningi fjalla þeir um skipulag á starfsemi fyrirtækja og þær reglur, ferla og venjur sem stuðst er við í stjórnun fyrirtækja.

Sjáum samfélagið

Fræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu

Hvað er þetta óljósa fyrirbæri sem kallast samfélag? Í þessari nýstárlegu bók er leitast við að gera hið ósýnilega afl samfélagsins sýnilegt með beitingu félagsfræðilegs innsæis á ljósmyndir úr hversdagslífinu. Bókin hentar öllum sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni, og varpar ljósi á félagslega töfra samfélagsins sem og vaxandi firringu þess.