Útgefandi: Háskólaútgáfan

Almanak Háskóla Íslands 2023

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni.

Almanak HÍÞ 2023

Ásamt árbók 2021

Auk dagatals flytur almanakið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, áttavitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Yfirlit um hnetti, mælieiningar, veðurfar o.fl. Af nýju efni má nefna grein um segulstirni. Ásamt árbók 2021.

Andvari 2022

Aðalgrein Andvara 2022 er æviágrip Svövu Jakobsdóttur rithöfundar og alþingismanns. Höfundar ritsins 2022 eru Birna Bjarnadóttir, Guðrún Kvaran, Gunnar Stefánsson, Lára Magnúsardóttir, Hjalti Hugason, Arngrímur Vídalín, Ólafur Kvaran, Þórir Óskarsson, Kjartan Már Ómarsson, Sigurjón Árna Eyjólfsson, Gunnar Skarphéðinsson og Jón Sigurðsson.

Baráttan um bjargirnar

Stjórnmál og stéttabarátta í mótun íslensks samfélags

Þessi bók varpar nýju ljósi á þróun íslensks samfélags og lífskjara almennings. Hún sýnir hvernig vald og hagsmunir ólíkra stétta og átök þeirra um áhrif réðu för. Vinstri stjórnmálaöfl urðu ekki jafn áhrifamikil hér og á hinum Norðurlöndunum, en íslensk verkalýðshreyfing bætti það upp að hluta. Þetta er grænbók um hvað má betur fara í samfélaginu.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Bíbí í Berlín

Sjálfsævisaga Bjargeyjar Kristjánsdóttur

Bíbí hét fullu nafni Bjargey Kristjánsdóttir (1927-1999). Hún var kennd við kotbæ foreldra sinna, Berlín. Hún var stimpluð „fáviti“ frá því í bernsku. Þegar Bíbí var þrítug lést móðir hennar og var hún í kjölfarið flutt á elliheimili á Blönduósi. Um síðir flutti hún í sjálfstæða búsetu. Sjálfsævisagan ber vott um góða greind, kímnigáfu og innsæi.

Handbók í íslenskri miðaldasögu IV Fornir hættir

Húsakostur og verkmenning

Hér er að finna rækilega úttekt á húsakosti Íslendinga á miðöldum með hliðsjón af nýlegum rannsóknum á fornleifum og fræðilegri umfjöllun síðustu ára. Efnið er sett í samhengi við hugmyndir um hnignun mannlífs á síðari hluta miðalda og leiddar að því líkur að samspil hnignunar og framfara sé flóknara en áður hefur verið talið.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Heimsins hnoss

Söfn efnismenningar, menningararfur og merking

Í þessari sýnisbók birtast greinar eftir hóp fræðimanna sem varpa ljósi á efnislegar eigur fólks á Íslandi á 18. og 19. öld. Til grundvallar liggja ólíkar gerðir munasafna, annars vegar gripir varðveittir á Þjóðminjasafni Íslands og hins vegar skráningar á dánarbúum 30 þús. Íslendinga varðveittar á Þjóðskjalasafni Íslands.

Saga, Chronicle, Romance

Saga, Chronicle, Romance er úrval fræðigreina eftir Robert Cook (1932‒2011), fyrrum prófessor í ensku við Háskóla Íslands. Greinarnar eru flokkaðar í þrennt eftir efni og fræðasviði. Í fyrsta hluta er fjallað um Íslendingasögur og riddarasögur, í öðrum hluta um íslenskar bókmenntir frá árnýöld og í þriðja hluta um viðtökur franskra miðaldabókmennta

Út um víðan völl

Sagt er frá lífi, ævintýrum og ferðum höfundar og konu hans, Sigríðar Maríu. Fjallað er um fjölbreyttan feril hans við Háskóla Íslands, aðkomu að Kröfluvirkjun og stofnun umhverfisráðuneytisins. Tilurð og örlög Borgaraflokksins eru einnig rakin á greinargóðan hátt.