Niðurstöður

  • Háskólaútgáfan

Almanak Háskóla Íslands 2022

Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, átta-vitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf-stæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má ne...

Almanak HÍÞ ásamt árbók

Auk dagatals flytur almanakmið margvíslegar upplýsingar, svo sem um sjávarföll og gang himintungla. Lýst er helstu fyrirbærum á himni sem frá Íslandi sjást, stjörnukort, átta-vitastefnur á Íslandi og kort sem sýnir helstu tímabelti heimsins. Einnig er Yfirlit um hnetti himin- geimsins, mælieiningar, veðurfar, stærð og mannfjölda allra sjálf-stæðra ríkja o.fl. Af nýju efni má ne...

Andvari 2021

Aðalgrein Andvara 2021 er æviágrip Hermanns Pálssonar, prófessors í Edinborg, eftir Torfa H. Tulinius. Einnig er minnst þess að Hið íslenska þjóðvinafélag er nú 150 ára. Arnór Gunnar Gunnarsson sagnfræðingur ritar grein um síðustu 50 árin í sögu félagsins. Aðrar greinar í heftinu eru eftir Guðrúnu Nordal, Birnu Bjarnadóttur, Hauk Ingvarsson, Þórdísi Eddu Jóhannesdóttur, Kristín...

Arfur aldanna I

Handan Hindarfjalls

Hér er fyrsta bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna en ritröðin fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessi bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í evrópsku samhengi utan Norðurlanda fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum og sér í lagi er sótt í annála og aðrar fornar sagnfræðiheimildir en einnig söguljóð ...

Arfur aldanna II

Norðvegur

Norðvegur er annað bindi af fjórum í ritröðinni Arfur aldanna sem fjallar um fornaldarsögur, uppruna þeirra, útbreiðslu og einkenni. Í þessu bindi er dregin upp heildarmynd af efnivið sagnanna í norrænu samhengi fram að ritunartíma þeirra á Íslandi á 13. og 14. öld. Einkum er stuðst við fornminjar á borð við myndsteina, rúnasteina, útskurð í tré og vefnað en við sögu k...

Áfangastaðir – í stuttu máli

Ritröð í félagsvísindum

Hér er sjónum beint að áfangastöðum ferðamanna og hvernig þeir mótast. Viðfangsefnið er tekið til gagnrýninnar skoðunar og rýnt í kvikt samband menningar og náttúru við tilurð ferðamannastaða. Bókin á erindi við alla sem sinna ferðaþjónustu og skipulagi ferðamála og sýnir hvernig hægt er að hugsa um samband ferðaþjónustu og samfélaga með nýjum hætti.

Á fjarlægum ströndum – tengsl Spánar og Íslands í tímans rás

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Safn greina eftir 14 höfunda um samskipti Spánar og Íslands í tímans rás. Sagt er frá ferðum um Jakobs-veginn fyrr og nú, hvalveiðum Spánverja við Íslandsstrendur, gömlum orðasöfnum, saltfisksölu, íslenskum sjálfboðaliðum í spænsku borgarastyrjöldinni, íslenskum gítarnemum, sólarlandaferðum, spænskukennslu á Íslandi, þýðingum bókmenntaverka o.fl. Einnig eru minningabrot Spánver...

Birgir Andrésson

Í íslenskum litum

Birgir Andrésson (1955–2007) var í senn þjóðlegastur og alþjóðlegastur íslenskra listamanna. Úr uppdráttum af torfbæjum, hestalýsingum, flökkurum og neftóbaksfræðum bjó hann til verk sem segja öllum íbúum heimsins sannleikann um sig sjálfa. Árum saman skráði Þröstur Helgason hnyttni hans og heimspeki, uppvaxtarsögur af Blindraheimilinu og frásagnir af vopnabræðrum í listinni. Þ...

Elítur og valda­kerfi á Íslandi

Elítum er oft stillt upp sem óvinum alþýðunnar í pólitískri orðræðu samtímans. En hvað er í raun vitað um elíturnar? Mynda þær samhentan kjarna sem stýrir samfélaginu á bakvið tjöldin eða samanstanda þær bara af fólki sem hefur náð góðum árangri á sínu sviði? Í þessari bók er þróun valdakerfanna á Íslandi rakin frá því á nítjándu öld og gögn birt um samsetningu og starfshætti e...

Ég lifi lífi sem líkist ykkar

Lífslýsing

Jan Grue hefur notað hjólastól frá barnæsku vegna vöðvarýrnunarsjúkdóms. Í þessari verðlaunabók lýsir hann lífi sínu og hugleiðir ýmsar áskoranir sem hann hefur mætt, bæði hversdagslegar og þungvægar. Hann greinir frá uppvextinum, baráttu sinni við kerfið, vonbrigðum og árangri, biturleika en einnig gleði.

Fléttur V

#MeToo

Þverfaglegt greinasafn um #MeToo og baráttu kvenna gegn áreitni og ofbeldi. Rýnt er í umhverfið sem #MeToo-hreyfingin sprettur upp úr, ástæður þess að hún verður jafn öflug og raun ber vitni, árangur hreyfingarinnar sem og andstreymið gegn henni.

Frá degi til dags

Dagbækur, almanök og veðurbækur 1720–1920

Bókin byggist á safni dagbóka sem varðveitt er í Handritasafni Landsbókasafns. Dagbókaritarar – alls á þriðja hundrað einstaklingar – eru margbreytilegir og dagbækurnar mjög fjölbreyttar að formi og innihaldi. Þær spanna frá örfáum vikum til margra áratuga samfelldra skráninga og færslurnar eru frá örfáum orðum um veðurfar til langra tilfinningaþrunginna hugleiðinga.

Fríða og dýrið – Franskar sögur og ævintýri fyrri alda

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur

Hér er að finna úrval franskra texta frá 12. til 18. aldar: stuttar ljóðsögur, fábyljur, dæmisögur, ævintýri og smásögur. Þar eru verk eftir óþekkta höfunda en einnig Marie de France, Jean Bodel, Marguerite de Navarre, Bonaventure des Périers, Charles Sorel, Mme de Lafayette, Mme d’Aulnoy, Charles Perrault, François Fénelon, Mme Leprince de Beaumont, Voltaire og Mme de Staël.

Hýperíon

eða einfarinn á Grikklandi

Hýperíon er þroskasaga ungs manns sem gerist á Grikklandi á 18. öld og er lýsing á viðleitni skáldsins til að ná fótfestu í heimi þar sem verðmæti á borð við ást og fegurð eru lítils met­in. Sagan er rómantískur óður til náttúrunnar, áskorun um að vernda hennar miklu gersemar. Frásögnin er ljóðræn og tilfinningaþrungin, skrifuð með hjartablóði eins af fremstu ljóðskáld...

Langt að komnar

Sögur kvenna frá Mið–Ameríku

Hér er að finna safn þýðinga á örsögum, smásögum og reynslusögum kvenna frá Mið-Ameríkuríkjunum Gvatemala, Hondúras, El Salvador, Níkaragva, Kostaríku og Panama. Sögurnar veita innsýn í líf og aðstæður kvenna við árþúsundamót og þótt þær séu fjölbreyttar að efni og stíl hverfast þær flestar um samskipti kynjanna, stéttskiptingu og valdatengsl.

Loftslagsréttur

Megininntak þessa rits er gagnrýnin fræðileg umfjöllun um alþjóðlega og innlenda stefnumörkun á sviði loftslagsmála og reglur alþjóðlegs réttar, Evrópuréttar og íslensks réttar sem tilheyra réttarsviðinu. Mikilvægt heildstætt yfirlit yfir lagaumhverfi málaflokksins hér á landi og greining á lagaumhverfi loftslagsréttar í þremur réttarkerfum. Nýmæli á íslensku.

Málið er –

Greinasafn 1980–2020

Bókin hefur að geyma úrval tímaritsgreina, bókarkafla og áður óbirtra erinda eftir Höskuld. Ritunartíminn spannar fjóra áratugi. Efnið er allt á íslensku og endurspeglar nokkur helstu rannsóknarsvið hans og hugðarefni: hljóðkerfisfræði, bragfræði, setningafræði, málkunnáttufræði, samanburð íslensku og færeysku, málvöndun og málfræðikennslu. Bókin ætti að höfða til málfræðinga, ...

Rannsóknir í aðferðafræði

Í bókinni er fjallað um flestar hliðar rannsókna frá aðferðum og áætlunum yfir í framsetningu og útgáfu. Flest umfjöllunarefni bókarinnar hafa víða skírskotun og mun hún því gagnast nemum, iðkendum og fræðimönnum. Í handbókinni eru 41 kafli og höfundar eru um 50. Þótt hér sé um viðamikla handbók að ræða er hún mjög aðgengileg enda er henni ætlað að vera í senn kennslubók og upp...