Útgefandi: Háskólaútgáfan

Andvari 2025

150. árgangur

Aðalgrein Andvara 2025 er æviágrip Barða Guðmundssonar, þjóðskjalavarðar og alþingismanns, eftir Skafta Ingimarsson. Andvari hefur um áratugaskeið birt rækilegar greinar um látna merkismenn, einkum ef ævisaga viðkomandi hefur ekki verið rituð. Í grein sinni ræðir Skafti bæði störf Barða og fræðirit, m.a. rit hans um Herúla og u...

Hve aumir og blindir þeir eru

Dionysius Piper á Íslandi 1740–1743

„Hinn 2. júlí var presturinn hér við altarisgöngu, en svo drukkinn var hann, að ömurlegt var á að horfa“. Þannig lýsti Herrnhútatrúboðinn Dionysius Piper kynnum af íslenskum presti. Bréf Pipers og önnur gögn, tengd veru hans á Íslandi, birtast í þessari bók, auk inngangstexta.

Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar Skrifarar sem skreyttu handrit sín

Alþýðulist og skreytingar í handritum síðari alda

Í bókinni er fjallað um skreytingar í íslenskum pappírshandritum frá lokum 17. aldar til upphafs þeirrar 20. Viðfangsefnið bregður nýju ljósi á íslenska lista- og menningarsögu og eru birtar um 150 litmyndir úr handritum frá rannsóknartímanum. Hér er á ferðinni verk fyrir allt áhugafólk um myndlist í nútíð og fortíð.