Höfundur: Jojo Moyes

Í hennar skóm

Sam dreymir um betra líf, þar sem hún er laus við áhyggjur og erfiðan eiginmann. Einn morguninn tekur hún vitlausa tösku í ræktinni og í henni reynast vera rándýrir hönnunarskór. Hún klæðir sig í skóna og finnst hún vera orðin allt önnur kona. Nisha á töskuna. Líf hennar virðist fullkomið en þegar hún glatar töskunni umbreytist veruleiki hennar.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Færðu mér stjörnurnar Jojo Moyes Veröld Árið 1937 flytur hin nýgifta enska Alice til Kentucky þar sem hennar bíður óvæntur og erfiður veruleiki með bandarískum eiginmanni sínum. Ástin dofnar og þegar hinn auðugi og valdamikli tengdafaðir hennar snýst gegn henni og vinkonum hennar er skyndilega frelsi þeirra og líf í hættu.