Höfundur: Jón Atli Jónasson

Andnauð

Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér.

Brotin

Grjóthörð glæpasaga eftir margverðlaunað leikskáld. Unglingsstúlka hverfur í skólaferðalagi á Þingvöllum. Tvær utangarðslöggur eru settar í málið: Dóra sem glímir við heilaskaða eftir vinnuslys og Rado sem er fallinn í ónáð vegna fjölskyldutengsla við pólska glæpaklíku. En hausinn á Dóru er óútreiknanlegur og vill bila á ögurstundum.