Höfundur: Jón Atli Jónasson

Eitur

Önnur bókin í glæpasagnaflokknum um löggutvíeykið Dóru og Rado, harðsoðinn hörkukrimmi sem fjallar á raunsannan hátt um myrkar hliðar Reykjavíkur samtímans. Tökur á erlendum sjónvarpsþáttum standa sem hæst í Gufunesi þegar illa farið lík finnst innan í leikmyndinni. Fljótlega verður ljóst að málið tengist nýjum og banvænum fentanýl-töflum.

Úr eldri árgöngum

Athugið að bækur úr eldri útgáfum Bókatíðinda eru birtar hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar.

Titill Höfundur Útgefandi Lýsing
Andnauð Jón Atli Jónasson Storytel Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér.
Brotin Jón Atli Jónasson Forlagið - JPV útgáfa Grjóthörð glæpasaga eftir margverðlaunað leikskáld. Unglingsstúlka hverfur í skólaferðalagi á Þingvöllum. Tvær utangarðslöggur eru settar í málið: Dóra sem glímir við heilaskaða eftir vinnuslys og Rado sem er fallinn í ónáð vegna fjölskyldutengsla við pólska glæpaklíku. En hausinn á Dóru er óútreiknanlegur og vill bila á ögurstundum.