Athugið að þessi bók er úr eldri útgáfu Bókatíðinda og birt hér með fyrirvara um mögulega sé ekki um að ræða nýjustu upplýsingar. Hafið samband við útgefanda til að fá nánari upplýsingar um hvort bókin sé fáanleg.

Andnauð

  • Höfundur Jón Atli Jónasson
  • Lesari Svandís Dóra Einarsdóttir, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson
Forsíða bókarinnar

Árið 1990 leggur lögreglumaðurinn Kristján allt undir til að komast til botns í röð kynferðisbrota. Þrjátíu árum síðar finnst maður nær dauða en lífi í íbúð í Hafnarfirði. Munir í íbúðinni flækja mál lögreglukonunnar Láru. Við tekur æsispennandi kapphlaup við tímann þar sem Lára getur ekki treyst neinum, síst af öllu sjálfri sér.

Jón Atli Jónasson er handritshöfundur og leikskáld, þekktur fyrir titla á borð við Djúpið og hann hefur áður sent frá sér bækurnar Brotinn taktur, Í frostinu og Börnin í Dimmuvík. Andnauð er fyrsta glæpasaga hans. Hér í frábærum lestri Vigdísar Hrefnu Pálsdóttur og Haralds Ara Stefánssonar.