Höfundur: Jónína Óskarsdóttir

Konurnar á Eyrarbakka

sitthvað af konu minni hverri

Hér er viðtalsbók um 38 konur þar sem brugðið er upp myndum úr hversdagslífi og störfum kvenna fram á þennan dag. Lesa má um uppeldi, mat og menntun, kvennabaráttu, verndun húsa, félags- og frumkvöðlastörf, veikindi og missi, lífsbaráttu og sjálfsbjargarviðleitni en líka vináttu og samhjálp góðra granna. Jónína Vålerhaugen á þrjú viðtöl í bókinni.